Tíu vindorkuverkefni Zephyr Iceland

Ketill Sigurjónsson
2 min readApr 29, 2020

--

Und­ir­bún­ingur að rann­sóknum vind­orku­fyr­ir­tæk­is­ins Zephyr Iceland á vind­að­stæðum á Íslandi er nú kom­inn á gott skrið. Verið er að reisa fyrsta vindmastrið ásamt við­eig­andi mæli­tækjum og er það stað­sett á Mos­fells­heiði. Rann­sóknir eru fyr­ir­hug­aðar á fleiri stöðum á land­inu og alls er fyr­ir­tækið með tíu verk­efni, sbr. kortið hér að neð­an. Öll þau verk­efni hafa verið til­kynnt til Orku­stofn­un­ar. Við þróun þess­ara verk­efna er byggt á dýr­mætri reynslu Zephyr í Nor­egi, en þar er fyr­ir­tækið nú með tæp­lega 600 MW af vindafli í rekstri og reisir um 200 MW í við­bót þar n.k. sum­ar.

Það er Kjeller vind­teknikk, sem nú er hluti af nor­ræna fyr­ir­tæk­inu Norconsult, sem sér um upp­setn­ingu og umsjón með vind­mæl­ing­unum á Mos­fells­heiði. Kjeller hefur mikla reynslu af verk­efnum af þessu tagi. Svæðin sem Zephyr Iceland er með til skoð­unar eiga það sam­eig­in­legt að þar eru áhuga­verðar vind­að­stæð­ur. Sum svæð­anna ein­kenn­ast nú þegar af orku­öflun og orku­flutn­ingi, meðan önnur búa við þrengri tengi­mögu­leika og kalla á sterkara flutn­ings­kerfi raf­orku.

Enn er nokkuð í að vind­myllu­garðar rísi á Íslandi. Rann­sóknir og vind­mæl­ingar taka tals­verðan tíma og einnig þarf að ljúka við skipu­lags­vinnu, mati á umhverf­is­á­hrifum og eftir atvikum þurfa verk­efnin að fara gegnum ferli Ramma­á­ætl­unar eða ann­ars konar ferli sem kann að verða ákveðið af yfir­völdum vegna vind­orku­verk­efna. Að auki þarf að gera samn­inga um raf­orku­sölu, jöfn­un­arafl, um hverfla og annan bún­að, um vega­gerð o.s.frv. Alt þetta ferli tekur að lág­marki nokkur ár.

Meðal fyr­ir­tækja sem kaupa raf­magn frá vind­myllu­görðum Zephyr í Nor­egi eru Google og Alcoa. Bæði þessi fyr­ir­tæki gætu verið áhuga­verðir við­skipta­vinir á Íslandi. Ennþá er þó of snemmt að full­yrða hverjir við­skipta­vinir Zephyr hér á landi koma til með að vera. Það skýrist á kom­andi árum, eftir því sem verk­efnin þró­ast.

Kortið hér að neðan sýnir vind­orku­verk­efni Zephyr Iceland, sem nú eru tíu tals­ins. Í ljósi þess hversu kostn­aður í vind­orku­tækn­inni hefur lækkað hratt má vænta þess að nýt­ing vind­orku á Íslandi eigi eftir að verða umtals­verð, enda hafa ýmis orku­fyr­ir­tæki til­kynnt um þó nokkur slík verk­efni. Fyrir Ísland er alveg sér­stak­lega áhuga­verð sú hag­kvæmni sem unnt er að ná með sam­spili vind­orku og vatns­afls. Það ætti því að blása byr­lega fyrir vind­orku á Ísland­i.

Vindorkuverkefni tilkynnt til Orkustofnunar í apríl 2020.

Til við­bótar er vind­orku­verk­efni Lands­virkj­unar í nágrenni Blöndu­virkj­unar nú þegar í nýt­ing­ar­flokki og er það líka merkt á kort­inu. Alls eru þetta 35 verk­efni með afl sam­tals upp á rúm­lega 3.300 MW! Þau verða aug­ljós­lega ekki öll að veru­leika. Sjá má lista yfir verk­efnin hér.

Höfundur er framkvæmdastjóri vindorkufyrirtækisins Zephyr Iceland. Greinin birtist fyrst á vef Kjarnans 20. apríl. 2020.

--

--

Ketill Sigurjónsson
Ketill Sigurjónsson

Written by Ketill Sigurjónsson

Hér birtast hugleiðingar um hin ýmsu málefni; einkum um orkumál. Höfundur er 2ja barna faðir, bjartsýnn um góða framtíð mannkyns með vísindin að leiðarljósi.

No responses yet