Meðalverð á raforku til álvera á Íslandi mun hækka

Ketill Sigurjónsson
5 min readNov 24, 2020

--

Þýska fyr­ir­tækið Fraun­hofer hefur skilað skýrslu sinni um sam­keppn­is­stöðu stór­iðju á Íslandi m.t.t. orku­verðs. Almenna nið­ur­staðan vegna álvera er að álverk­smiðj­urnar á Íslandi njóta sam­keppn­is­hæfs verðs í alþjóð­legu sam­hengi (alu­minium prod­ucing industries have relati­vely competitive elect­ricity prices in Iceland when compared at a global level). Þessi nið­ur­staða Fraun­hofer kemur engum á óvart, enda hefur Ísland um langt skeið verið tölu­vert langt undir með­al­verði til álvera í heim­inum og nokkrir orku­samn­ing­anna hér kveða á um verð sem er með því alla lægsta sem þekk­ist í áliðn­aði heims­ins.

Í sam­an­burði sínum leit Fraun­hofer sér­stak­lega til þriggja landa sem eru með umtals­verðan áliðnað og er þar um að ræða Kana­da, Noreg og Þýska­land. Sam­an­burð­ur­inn við Kanada á vel að merkja ein­ungis við um álverin í Qué­bec-­fylki, en þar er jú vagga kanadíska áliðn­að­ar­ins og átta af níu kanadískum álverum eru stað­sett í fylk­inu frönsku­mæl­andi. Það hefði reyndar verið áhuga­vert ef Fraun­hofer hefði haft sam­an­burð­inn aðeins breið­ari og t.a.m. líka skoðað orku­verð til álvera í Banda­ríkj­un­um, en það var ekki gert í þetta sinn.

Í þessum sam­an­burði Fraun­hofer var litið til heild­ar­orku­verðs­ins, þ.e. bæði bor­inn saman kostn­aður vegna sjálfrar raf­orkunnar og kostn­aður vegna raf­orku­flutn­ings (sem er hlut­falls­lega nokkuð hár á Íslandi miðað við bæði Kanada og Nor­eg). Einnig var litið til ann­arra orku­tengdra gjalda sem áliðn­að­ur­inn greiðir í hverju landi fyrir sig. Þegar rætt er um orku­verð hér, er átt við heild­ar­verðið sem við­kom­andi álver greiðir vegna raf­orkunnar og að fá hana afhenta í sam­ræmi við skil­grein­ingu Fraun­hofer.

Nið­ur­staða Fraun­hofer í þessum sam­an­burði var eft­ir­far­andi:

  • Álverin á Íslandi greiða lægra verð fyrir ork­una en álverin í Þýska­land­i.
  • Álverin á Íslandi greiða að með­al­tali aðeins lægra verð (slightly lower) fyrir ork­una en álverin í Nor­egi, en mun­ur­inn er ekki meiri en svo að Fraun­hofer segir að sam­keppn­is­hæfni álver­anna á Íslandi og þeirra í Nor­egi sé svip­uð.
  • Álverin á Íslandi greiða að með­al­tali aðeins hærra verð (slightly hig­her) fyrir ork­una en álverin í Qué­bec í Kana­da, en mun­ur­inn er ekki meiri en svo að Fraun­hofer segir að álverin á Íslandi séu almennt sam­keppn­is­hæf við álverin í Kanada (competitive in average terms). Bæði er til dæmi um álver á Ísland sem greiðir lægra verð en með­al­verðið í Qué­bec og dæmi um álver á Íslandi sem greiðir hærra verð en með­al­verðið í Qué­bec.

Sam­kvæmt Fraun­hofer er með­al­verð á orku til álvera á Íslandi sem sagt lægra en í Nor­egi og Þýska­landi, en hærra en með­al­verðið í Kanada. Af þessum löndum er orku­verðið til álvera hag­stæð­ast í Kanada (Qué­bec), enda hefur lengi verið alþekkt að álver í Kanada njóta og hafa lengi notið lægsta orku­verðs í heimi. Um leið er mik­il­vægt að hafa í huga að nýjum álverum býðst ekki þetta lága með­al­verð í Kanada. Sam­an­burður við kanadíska botn­verðið segir því í reynd lítið um sam­keppn­is­stöðu álvera í öðrum lönd­um. Þar þarf að horfa til breið­ara hóps álf­ram­leiðslu­ríkja og þá sést að auk álver­anna í Kanada eru álver á Íslandi og í Nor­egi í hópi sam­keppn­is­hæf­ustu álvera heims­ins.

Það er viss galli á skýrslu Fraun­hofer að þar kemur ekki fram orku­verð ein­stakra álvera og þar er heldur ekki svarað hvort eða hvaða með­al­verð telst sam­keppn­is­hæft í alþjóð­legu til­liti miðað við til­tekið álverð. Hafa ber í huga að í heim­inum öllum eru vel á þriðja hund­rað álver. Þar af er rúm­lega helm­ingur fram­leiðsl­unnar innan Kína og því ein­ungis tæp­lega helm­ing­ur­inn utan Kína, en Kína hefur um skeið verið hlut­falls­lega yfir­gnæf­andi í álf­ram­leiðslu heims­ins.

Ál­ver á Íslandi og sam­an­burð­ar­lönd­unum þremur (Kana­da, Nor­egi og Þýska­landi) eru sam­tals ein­ungis um tíundi hluti allra álvera heims­ins. Sam­an­burður Fraun­hofer á álverum í þessum fjórum löndum nær því í reynd aðeins til lít­ils hluta álvera heims­ins. Um leið er vert að nefna að í skýrslu sinni til­tók Fraun­hofer að með­al­verðið á orku til álvera í Kína árið 2019 var um 47 USD/MWst (sem fyrr segir er þar um að ræða meira en hund­rað álver). Öll íslensku álverin þrjú eru að greiða miklu lægra orku­verð en þetta kín­verska með­al­verð.

Þegar sam­an­burð­ur­inn á orku­verði er skoð­aður er aug­ljóst að ekki eru sterk rök til að kenna of háu raf­orku­verði um það ef rekstr­ar­af­koma álvers á Íslandi reyn­ist slök. Vandi álvera á Íslandi um þessar mund­ir, sem og víða ann­ars staðar á Vest­ur­löndum nú á óvissu­tímum með til­heyr­andi fremur lágu álverði, liggur einkum í því að þau eru fæst mjög nýleg. M.ö.o. þá eru álverin á Vest­ur­löndum að með­al­tali tækni­lega ófull­komn­ari en almennt ger­ist í áliðn­aði í Kína og fleiri Asíu­ríkj­um; hátt hlut­fall álver­anna þar eystra eru mjög nýleg og búin tækni sem heldur raf­orku­þörf pr. fram­leitt tonn í lág­marki. Á þetta er einmitt bent í umræddri skýrslu Fraun­hofer.

Að öllu sam­an­teknu þá er stað­reyndin sú að í alþjóð­legu til­liti er sam­keppn­is­staða álver­anna hér á Íslandi sterk m.t.t. orku­verðs. Það er sem sagt svo að orku­verð til álvera á Íslandi er almennt séð prýði­lega sam­keppn­is­hæft þegar miðað er við álver í umræddum við­mið­un­ar­löndum og víðar um heim. Engu að síður eru álverin þrjú hér á landi mis sam­keppn­is­hæf, því raf­orku­verðið til þeirra er nokkuð mis­mun­andi. Til að varpa skýr­ara ljósi á það hvar álverin á Íslandi standa í sam­an­burði Fraun­hofer á orku­verði, vís­ast til eft­ir­far­andi yfir­lits.

Samanburður á raforkuverði til álvera árið 2019.

Eins og sjá má er ISAL, þ.e. álver Rio Tinto í Straums­vík, að greiða hæsta orku­verðið af álver­unum þremur á Íslandi. Miðað við orku­verð til álvera í Þýska­landi og Nor­egi er ISAL sann­ar­lega ekki að greiða lágt verð, en heldur ekk­ert mjög hátt verð því orku­verðið þar er mjög svipað eins og með­al­verðið til álvera í Nor­egi og Þýska­landi. Það er því nokkuð sér­kenni­legt ef ein­hver heldur því fram að orku­verðið til Straums­víkur sé ekki sam­keppn­is­hæft í sam­hengi við t.d. evr­ópskan eða alþjóð­legan áliðn­að, þó svo vissu­lega megi finna álver sem greiða tals­vert lægra orku­verð en Rio Tinto í Straums­vík.

Þegar litið er til taln­anna í graf­inu hér að ofan ætti líka öllum að vera ljóst að Lands­virkjun stefnir að því að orku­verðið til Norð­ur­áls (Cent­ury Alu­m­inum) í Hval­firði og þó einkum til Fjarða­áls (Alcoa) á Reyð­ar­firði hækki umtals­vert við næstu end­ur­skoðun á orku­verð­inu. Þar með munu nátt­úru­auð­lind­irnar sem Lands­virkjun nýtir loks­ins fara að skila bæri­legum arði til eig­and­ans; íslenska rík­is­ins og þar með til íslensku þjóð­ar­inn­ar.

Höf­undur er fram­kvæmda­stjóri vind­orku­fyr­ir­tæk­is­ins Zephyr Iceland og sem Íslend­ingur einn af óbeinum eig­endum Lands­virkj­un­ar, rétt eins og lang­flestir ef ekki allir les­endur grein­ar­inn­ar. Greinin birtist fyrst á vef Kjarnans 16. nóvember 2020.

--

--

Ketill Sigurjónsson
Ketill Sigurjónsson

Written by Ketill Sigurjónsson

Hér birtast hugleiðingar um hin ýmsu málefni; einkum um orkumál. Höfundur er 2ja barna faðir, bjartsýnn um góða framtíð mannkyns með vísindin að leiðarljósi.

No responses yet